Vistbyggðarráð

Vistbyggðarráð

Ef litið er á þróun í byggingariðnaði á Íslandi á síðustu hundrað árum eða svo má glögglega sjá að gæði mannvirkja hafa aukist svo um munar. Á sama tíma hefur þróun í átt að vistvænni aðferðum við hönnun, byggingu og skipulag byggðar ekki verið fyrirferðarmikil. Ekki svo að skilja að umræður hafi ekki átt sér stað um málefnið. Opinberar stofnanir hafa skrifað skýrslur um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi og tekið þátt í alþjóðlegum ráðstefnum og eins hafa málþing og ráðstefnur verið haldnar um þetta málefni hér innanlands.