Vísindasiðanefnd

Vísindasiðanefnd

Vísindanefnd er skipuð sjö einstaklingum sem sitja í nefndinni í krafti þekkingar og reynslu sem þarf til þess að nefndin geti sinnt hlutverki sínu. Nefndin starfar aðeins á fundum sem að jafnaði eru haldnir tvisvar í mánuði yfir vetrartímann en gert er fundahlé yfir hásumarið (júlí - ágúst).
Á skrifstofu nefndarinnar starfa þrír starfsmenn. Skrifstofan undirbýr fundi nefndarinnar, kallar eftir og veitir gögnum viðtöku, afgreiðir niðurstöður nefndarinnar, vistar skjöl hennar, veitir upplýsingar bæði til þátttakenda í rannsóknum og til þeirra sem hyggja á rannsóknir sem eru leyfisskyldar hjá nefndinni (sjá flipann Viðmið). Loks fylgist skrifstofan með og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi systurstofnana.