Sögufélag

Sögufélag

Sögufélag var stofnað 7. mars 1902. Forgöngu um félagsstofnunina höfðu þrír einstaklingar, Jón Þorkelsson landsskjalavörður, Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Jósafat Jónasson ættfræðingur (þekktari undir nafninu Steinn Dofri). Meginmarkmið félagsins var í upphafi að gefa út heimildir um sögu Íslands sem almenningi voru enn hulinn leyndardómur, eins og forgöngumennirnir komust að orði.