R.M. Ráðgjöf

R.M. Ráðgjöf

Starfsmannamál eru einn mikilvægasti þátturinn í rekstri fyrirtækja. Stjórnendur hafa mismikla þekkingu og reynslu af þeim, og þiggja því oft aðstoð, tímaskortur þeirra er einnig algeng ástæðan fyrir aðkomu minni.  Ég sérhæfi mig í faglegri ráðgjöf og fræðslu á þessu sviði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég legg áherslu á að hlusta á þarfir viðskiptavina og koma með lausnir sem leiða til árangurs. Fræðsla og þjálfun starfsmanna er stór hluti af starfsþróun þeirra, því er ég með gott úrval af námskeiðum sem ég aðlaga oft að kröfum viðskiptavina minna.