Reykjavíkurborg

Vefsíða Reykjavíkurborgar

Nýr vefur Reykjavíkurborgar í  Drupal vefumsjónarkerfinu sem Emstrur settu upp opnaði í október 2013. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2013 þegar vefdeild Reykjavíkurborgar kláraði sína þarfagreiningu og setti upp grunn að nýju veftré. Um útlitshönnun sá Jón Frímannsson hjá Hugsmiðjunni. Emstrur sáu um uppsetningu á Drupal vefumsjónarkerfinu ásamt því að skilgreina bestu leiðir í arkitektúr og útlitsstillingum vefsins. Ýmiss önnur vekefni voru unnin sameiginlega af Emstrum, Vefdeild Reykjavíkurborgar og Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar, eins og t.d. uppsetning hinnar öflugu Solr leitarvélar sem stýrir innri leit vefsíðunnar. Vefdeild Reykjavíkur sá um alla efnisinnsetningu ásamt stafsmönnum borgarinnar. Þetta eru sannarlega tímamót fyrir Drupal á Íslandi og opinn hugbúnað almennt þar sem reykjavik.is er ein af stærstu og mest sóttu vefsíðum landsins. Fyrir eru vefsíður Háskóla Íslands og RUV í Drupal. Vonandi sjáum við fleiri dæmi um sveitarfélög, ríkisstofnanir og fyrirtæki almennt fara yfir í Drupal, enda verulegir möguleikar á umtalsverðum sparnaði.
Þessi vefur fékk svo viðurkenningu í nóvember fyrir að vera besti sveitafélagavefurinn. Ákaflega skemmtileg niðurstaða. Af öllum 266 vefsíðum á vegum ríkis og sveitarfélaga var vefsíðan í öðru sæti næst á eftir Ríkisskattstjóra. Reykjavík er með 97 stig af 100 mögulegum og Ríkisskattstjóri 98.