Ráðum atvinnustofa

Ráðum atvinnustofa

Við hjá Ráðum atvinnustofa sérhæfum okkur í ráðningum og rekstrar- og mannauðsráðgjöf. Við leitumst eftir því að koma á langtíma samstarfi við viðskiptavini okkar. Við komum fram af heilindum við umsækjendur og höfum hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. Allar upplýsingar sem við fáum frá viðskiptavinum sem og umsækjendum eru trúnaðarmál. Við byggjum viðskipti okkar á persónulegri og faglegri þjónustu. Ráðningar starfsfólks eru okkur hugleiknar, okkur þykir gaman í vinnunni, gefum mikið í það sem við gerum og sýnum vönduð vinnubrögð í öllum ráðningum.