Myndlistaskólinn í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Markmið skólans er að efla grunnmenntun á sviði sjónlista og að miðla sem best þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum til nemenda. Með kennslu barna, unglinga og framhaldsskólanemenda undirbýr skólinn nemendur sína fyrir störf jafnt á sviði myndlistar sem innan annarra greina sjónlista. Tilgangurinn með því að bjóða upp á símenntun á þessu sviði er tvíþættur. Annars vegar að gefa fólki sem starfar að sjónlistum kost á að halda menntun sinni og þjálfun við og hinsvegar að gera þá nemendur sína sem hafa annars konar grunnmenntun og starfa á öðrum vettvangi hæfari listnjótendur.