Hljómblik

Hljómblik

Vefsíðu þessari er ætlað að halda utan um tónverk Björgvins Guðmundssonar þannig að þau verði aðgengileg á rafrænu formi. Hér á forsíðunni er hægt að finna lög Björgvins eftir stafrófsröð en undir flipanum verk eru tónverkin flokkuð. Unnið er að því að setja upp gagnagrunn þannig að leita má eftir ýmsum flokkum s.s. einsöngslögum, dúettum og terzettum (undir sönglög fyrir sólóraddir), kórum, sálmum og fleiru. Hægt verður að sjá í hvaða tónhæð sönglögin eru, hlusta á tóndæmi (þegar þau eru til) og fá sýnishorn af lögunum. Einnig verður hægt að skoða texta laganna.

Þónokkuð er komið inn af efni og mun bætast við gagnagrunninn hægt og bítandi. Auk gagnagrunnsins má svo líta ýmsan fróðleik, efni sem Björgvin hefur sjálfur skrifað og myndir með viðbótarefni til gamans.