Hólasport

Hólasport

Hólasport var stofnað árið 2010 af  bræðrunum Trausta og Guðmanni Ísleifssonum og fjölskyldum.

 Eftir 18 ára farsælan rekstur verktakafyrirtækis í Reykjavík langaði okkur að breyta til. Ferðalög hafa alltaf verið stór þáttur í okkar frítíma með fjölskyldunni og í góðra vina hópi. Við höfum ferðast um allt hálendi Íslands á jeppum og vélsleðum í yfir 20 ár jafnt sumar sem vetur og af hverju þá ekki að sameina vinnu og áhugamál. Úr varð að stofna Hólasport sem yrði afþreyingafyrirtæki fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda.

Markmiðið er að fá ferðamenn til að stoppa lengur á okkar svæði, njóta náttúru og gestrisni , fræðast um mannlífið og sögu svæðisins með staðarleiðsögumanni.  Guðmann og Trausti hafa báðir full réttindi til aksturs ferðamanna á mikið breyttum bílum ( Super Jeep)