FTT, fagfélag talkennara og talmeinafræðinga

FTT, fagfélag talkennara og talmeinafræðinga

FTT, fagfélag talkennara og talmeinafræðinga, var stofnað 11. september 1981. Tilgangur félagsins er að sameina alla talkennara og talmeinafræðinga, fylgja eftir hagsmunum þeirra og efla samtök og samheldni þeirra á milli. Félaginu ber að leita eftir samvinnu við sambærileg erlend fagfélög og standa fyrir fræðslu og kynningarstarfsemi meðal félagsmanna. Talmeinafræðingar hafa löggildingu hjá heilbrigðisráðuneyti.

Talkennarar og talmeinafræðingar starfa í leikskólum, skólum, á sjúkrahúsum, endurhægfingarstöðvum, greiningarstöðvum, hjá sveitarfélögum og á eigin stofum. Þeir vinna að greiningu á mál- og talmeinum ásamt meðferð og má þar nefna frávik í málþroska og framburði, stam, raddveilur, tjáningarerfiðleika eftir heilablóðfall og kyngingartregðu. Einnig meta þeir þörf fyrir og veita þjálfun í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Ráðgjöf er mikilvægur þáttur í starfi talkennara og talmeinafræðinga. Talmeinafræðingar finna í nánu samstarfi við kennara, lækna og aðrar uppeldis- og heilbrigðisstéttir. Skjólstæðingar eru á öllum aldri, allt frá ungabörnum til aldraðra.