Framtak Blossi

Framtak Blossi

Allt frá stofnun hefur eitt helsta starfsvið Framtaks Blossa verið viðgerðir og viðhald á dieselkerfum bifreiða, skipa, véla og tækja. Dieselverkstæðið þjónar svo til öllum vörumerkjum, en helsta áherslan er lögð á þau vörumerki sem fyrirtækið er með umboð fyrir, þ.e. Bosch, Denso og Delphi. Þá fara einnig fram á dieselverkstæðinu viðgerðir á túrbínum af öllum stærðum og gerðum.
Í verslunni má finna varahluti í dieselkerfi og túrbínur. Rétt að geta þess að hjá okkur er líklega eitt mesta úrval af spíssadísum á landinu. Auk þess er boðið uppá nýja og/eða uppgerða hluti. Sé hluturinn ekki til á lager, er oft á tíðum hægt að útvega hann með skömmum fyrirvara. Þá seljum við einnig startara og alternatora frá Prestolite, viðgerðarefni frá Wencon, Sperre ræsiloftpressur og varahluti til þeirra, þrýsti- og hitamæla frá Gesa, bryggju- og bílkrana frá MKG, rafmagns eldsneytisdælur frá Facet, ýmsar dælur frá Desmi, kúluhónara frá Flex-Hone, miðstöðvarblásara frá Aurora, ásþétti í dælur frá Hentech, hreinsibúnað fyrir vökva og olíur frá CJC, stilliklossa frá Vibracon. Einnig erum við með þjónustusamning fyrir MAK skipavélar og sinnum varahlutaþjónustu fyrir þær. Þá erum við með talsvert úrval af verkfærum. Getum útvegað varahluti í allar tegundir skipavéla. Svona má lengi telja, en við stefnum að því að koma upplýsingum um það sem við erum að fást við á heimasíðunni, eftir bestu getu.