Framfarafélag Flateyjar

Framfarafélag Flateyjar

Flatey er vefsíða í eigu Framfarafélags Flateyjar. Flatey er ein Vestureyja, en svo nefnist víðáttumikil eyja og skerjaþyrping á norðanverðum Breiðafirði.  Í þessum eyja klasa voru löngum sjö bújarðir og sú áttunda var í byggð fram um 1800.  Flatey hefur löngum verið miðpunktur þessa eyjaklasa, en aðrar eyjar sem tilheyra Vestureyjum eru Hergilsey (fór í eyði 1946), Hvallátur (í eyði 1992), Skáleyjar (þar er enn búið en þó ekki allt árið lengur), Sviðnur (í eyði 1956), Svefneyjar (í eyði 1946), Bjarneyjar (í eyði 1946) og Stagley en þar hefur ekki verið búið síðan 1802.  Auk þess er stundum talið að Sauðeyjar sem liggja upp undir Barðaströnd heyri til Vestureyja.  Öllum þessum eyjum tilheyra ótal eyjar, hólmar og sker, svo kölluð lönd, en flestar eyjar tilheyra Hvallátrum eða 390 að því er talið er.  Á öllum þessum bújörðum var jafnan margbýlt en þær voru flestar metnar 40 hundruð að fornu mati og þá hálfar í sjó.