Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk (16-24. ára). Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.  Vinnutíminn er 8.30.-15.00.- fyrir vinnuna er greiddur verkþjálfunar- og námsstyrkur. Við borðum saman morgunmat og hádegismat og reynum að hafa vinnustaðinn fjölbreyttan og skemmtilegan.  Fjölsmiðjan hóf starfsemi árið 2001. Stofnaðilar eru Rauði krossinn, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Fjölsmiðjunnar er skipuð fulltrúum frá ofantöldum aðilum.