Fagverk verktakar

Fagverk verktakar

Fagverk er verktakafyrirtæki sem tekur að sér flesta verkþætti sem tilheyra almennri jarðvinnu en leggja þó megin áherslu á malbikun.  Fagverk tekur að sér verk fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitafélög. Starfsmenn Fagverks hafa áratuga reynslu af vinnu við malbikun auk þess að hafa langa reynslu í allri almennri jarðvinnu.  Má þar nefna hvers konar lagnavinnu í jarðvegi, frágang á olíuskiljum og niðursetningu á olíu- og bensíntönkum. Fagverk hefur allan búnað og þekkingu til að ganga frá ófrágengnum lóðum og umbreyta þeim í vel skipulagðar lóðir með hellum, malbiki, grasi og trjám.