Dögun Rækjuvinnsla

Dögun er sjávarútvegsfyrirtæki með aðsetur á Sauðárkróki. Félagið var stofnað árið 1983 og hefur verið starfandi síðan. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju. Rækjuverksmiðja félagsins tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum. Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi. Á árinu 2013 var m.a. settur upp nýr miðlægur sjóðari, sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.