Brimco

Brimco

Þröstur Karlsson eigandi Brimco ehf. hóf sinn innflutning árið 1995 með innflutningi á hestakerrum frá Schramm í Þýskalandi. Fyrsti kaupandi af kerrum var Háskólinn að Hólum í Hjaltadal. Síðan hófst innflutningur á hinum ýmsu gerðum af kerrum, kerruhlutum og varahlutum og höfum við verið að síðan. Smíði á kerrum hófst líka mjög fljótlega og var fyrsta kerran smíðuð undir golfsláttuvél fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Í dag hefur kerrusmíðin aukist verulega undir merkjum Gæðakerrur – Gott verð og orðið mikið stærri en innflutningur á kerrum. Brimco er með öfluga varahlutaþjónustu fyrir nær allar gerðir af kerrum með evrópska undirvagna frá m.a. ALKO, BPW, KNOTT og PEITZ.

Síðustu árin höfum við bætt við stórum vöruflokkum eins og landbúnaðarvörur frá hinu þekkta og stóra fyrirtæki Patura í Þýskalandi. Skeifur og járningavörur, frá sænska fyrirtækinu Cemtec. Undirburð spónaköggla undir hross og önnur dýr frá Woodypet í Kanada. Hnakka frá hinum stóra hnakkaframleiðanda Sommer í Þýskalandi og margt fleira mætti nefna.