Arna Guðmundsdóttir

Arna Guðmundsdóttir

Insula sinnir greiningu, eftirliti og meðferð fólks með sykursýki og aðra efnaskipta sjúkdóma s.s. skjaldkirtilssjúkdóma, fjölblöðruheilkenni, sjúkdóma í heiladingli, kalkkirtlum og nýrnahettum. Meginmarkmiðið er að veita greiðan aðgang að þjónustu fagaðila en einnig auka fræðslu fyrir sykursjúka með árangursríkum námskeiðum þar sem notuð eru samtalskort. Fyrirtækið var stofnað vorið 2009 og opnaði þá í nýju húsnæði í Vesturhúsi Glæsibæjar. Á sama stað er augnlæknastöðin Sjónlag en mjög mikilvægt er að fólk með sykursýki sé í reglubundnu eftirliti hjá augnlækni. 1.nóvember 2013 fluttist fyrirtækið í húsnæði Hjartamiðstöðvarinnar Holtasmára 1 í Kópavogi (sama hús og Hjartavernd).