Þykkvabæjarklaustur

Þykkvabæjarklaustur

Á Þykkvabæjarklaustri 2  er ferðaþjónusta í Nonna og Brynjuhúsi sem er staðsett í Álftaveri í Vesturskaftafellssýslu.  Þar er hægt að fá gistingu, fara í gönguferðir, upplifa sveitina, dvelja í nokkra daga ef hentar, heimsækja áhugaverða staði á hálendinu og í nágrenni.

       Í Nonna og Brynjuhúsi er hægt að panta svefnpokapláss eða uppábúin rúm. Þar er stórt eldhús með ísskáp, frysti og góðri eldunaraðstöðu fyrir þá sem vilja sjá um sig sjálfir í ferðalaginu.  Ekki er boðið upp á morgunmat né annan mat en næstu matvöruverslanir og bensínafgreiðslur eru í Vík í Mýrdal 42 km í vestur og á Kirkjubæjarklaustri, 50 km. í austur.

      Frá Þykkvabæjarklaustri er mikið útsýni og skemmtileg fjallasýn frá Mýrdalsjökli í vestri og  yfir á Öræfajökul í austri. Skemmtilegar dagsferðir eru héðan til margra vinsælla ferðamannastaða eins og Þakgil, Vík í Mýrdal,Dyrhólaey, Reynisfjara,Skógar, Eldgjá, Landmannalaugar,Lakagígar, Dverghamrar, Orrustuhóll, Skaftafell og Jölulsárlón. Einnig er hægt að fá á staðnum leiðsögn og fræðslu um nærliggjandi staði eins og sögustaðinn Þykkvabæjarklaustur, Kúabót, Alviðruhamravita, skoða Sauðahús eða kaupa sér skoðunarferð um Bólhraunafjöru og auðnir Mýrdalssands þar sem drottning íslenskra eldfjalla Katla krýnir útsýnið úr hásæti sýnu í Mýrdalsjökli.