Úlfljótur Tímarit Laganema

Úlfljótur Tímarit Laganema

Úlfljótur, tímarit laganema, hefur verið gefið út lengst allra tímarita við Háskóla Íslands. Fyrsta tölublað þess leit dagsins ljós í lok febrúarmánaðar árið 1947. Frá þeim tíma hefur tímaritið verið gefið út á hverju ári, að undanskildu árinu 1951, og orðið efnismeira með hverju árinu sem líður.

Stofnun Úlfljóts var verk þáverandi formanns Orators, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar. Stofnun nýrra nemendablaða var ekki nýmóðins á þeim tíma og var því tímaritinu viðtekið með fyrirvara, voru sumir úrtökumenn svo brattir að þau orð féllu að fyrsta heftið væri einnig það síðasta. Stofnfé tímaritsins voru einnungis 35 aurar, en þó var blaðinu dreift til allra laganema og lögfræðinga í landinu þeim að kostnaðarlausu.