Á Guðmundsson

Á Guðmundsson

Á. Guðmundsson ehf. var stofnað í janúar 1956 af hjónunum Maríu Sigmundsdóttur og Ásgeiri J. Guðmundssyni húsgagnasmíðameistara að Eiríksgötu 9, Reykjavík í 40 fermetra húsnæði. Árið 1962 flutti fyrirtækið í 220 fermetra eigið húsnæði að Auðbrekku 10 í Kópavogi sem var síðar stækkað í 1100 fermetra á þremur hæðum. Á árinu 1977 var flutt í 1450 fermetra húsnæði á einni hæð að Skemmuveg 4 sem var stækkað um 330 fermetra árið 1993. Á vormánuðum 1999 flutti Á. Guðmundsson að Bæjarlind 8–10 í Kópavogi í glæsilegt verslunar- og iðnaðarhúsnæði sem er alls 3240 fermetrar að stærð. Hjá Á. Guðmundsson starfa nú um 25 manns.