Póstlistar til að vera í góðu upplýsingasambandi

Eitt öflugasta tæki vefsíðunnar bæði fyrir félagasamtök og viðskipti eru póstlistar. Að sumu leyti njóta póstlistar og póstsendingar eins og stuttar tilkynningar og fréttabréf ekki sannmælis þar sem misnotkun (spam) í netheimum hefur verið yfirþyrmandi á köflum. Drupal póstlistakerfið sem Emstrur setja upp hefur hins vegar marga kosti og áhugaverðan sveigjanleika. Það er notendavænt bæði með tilliti til notenda og þeirra sem fá póstsendingar gegnum kerfið. Ef það er rétt notað og rétt stillt er auðvelt að láta það virka mjög vel.

Notandinn er samþykkur og þar með ánægður

Það sem er þægilegt við póstlista og fréttabréfakerfið frá Emstrum og Drupal er að póstlistinn byggir á samþykki þeirra sem fá póstinn. Til að byrja með verða þeir sem eru á listanum að að samþykkja að vera með. Þeir gerast áskrifendur. Eftir það er leið póstlistans inn á þeirra heimilisfang á netinu greiðfær. Þangað er hægt að senda fréttabréf og aðrar upplýsingar eins fréttir af félögum eða tilboð og útsölur, án fyrirstöðu. Þetta er ákaflega mikilvægur og þýðingamikill munur ef sendingarnar koma frá póstforriti eins og Outlook. Notandinn, viðtakandinn, er samþykkur.

Notandinn getur hætt þegar honum hentar

Leiðist viðtakandanum pósturinn eða missir áhugann á því sem þú eða eigandi póstlistans er að kynna eða segja er auðvelt fyrir hann að skrá sig af listanum. Hann getur hætt hvenær sem er. Valdið er hjá honum en ekki þér og þess vegna þarft þú að vera með skemmtileg og áhugaverð fréttabréf til að hann vilji vera áfram. Þetta er eðlilegur samskiptamáti á netinu í dag og gerir póstlistann mun verðmætari fyrir þig fyrir vikið. Ákvörðunarvaldið er hjá notandanum og til þess að halda í hann þarftu að hafa eitthvað áhugavert fram að færa.

Notaðu vefsíðuna þína og vefumsjónarkerfið sem vinnusparandi kerfi

Ef þú vilt auðvelda þér vinnu og viðahald upplýsinga er auðvelt að tvinna saman hinu ýmsu upplýsingakerfi Drupal vefumsjónarkerfisins. Þannig getur póstlistinn verið hluti af notendaskrá sem notendur viðhalda sjálfir. Póstlistinn skilgreinir einnig hver fær hvaða fréttabréf. Þannig eru notendur tengdir ákveðnum fréttabréfum sem þeir eru áskrifendur að. Þetta getur verið sérlega þægilegt í félögum og félagasamtökum Þá endurnýja félagarnir upplýsingarnar sína sjálfir, t.d. ef þeir skipta um heimilisfang eða netfang. Þeir eru síðan áskrifendur að fréttabréfum eins og fundargerðum stjórnar, aðalfundagögnum, skemmtunum o.s.frv. Með því að stilla öllu upp í byrjun með notkun í huga er auðvelt að láta vefsíðuna vinna fyrir þig og félagið þitt.

Safnaðu viðskiptavinum þínum á póstlista og láttu póstlistana styrkja markaðssóknina, upplýsingagjöfina og leitarvélarnar.  Gerðu viðskiptavinum þínum viðvart þegar eitthvað mikilvægt er að gerast í þínu fyrirtæki.  Haltu utanum stóran hóp fólks sem hefur sýnt vefsíðunni þinni áhuga með einum eða öðrum hætti og sendu þeim hóflega fréttabréf eða stutt skilaboð um það sem skiptir máli í þínu fyrirtæki, félagi eða stofnun.  Vefsíðugerð sem tvinnar saman fréttabréfi og póstlista er líkelg til að ná árangri.  Hinum má ekki gleyma að ef allt á að virka þarf að senda fréttabréf og tilkynningar út reglulega.

 • Góð leið til að senda félagsmönnum og viðskiptavin skilaboð og fréttir
 • Einföld leið til að geta reglulega en hóflega vakið athygli á mikilvægum málum
 • Kraftmikil leið til markaðssetningar á netinu
 • Þægileg leið til að gefa notendum val um þátttöku á póstlista
 • Einföld leið til að flokka markhópa og félaga niður á fréttabréf eftir áhuga
 • Örugg leið til að laða fólk að starfseminni af fúsum og frjálsum vilja
 • Fljótlegt að senda fréttabréf eða skilaboð til þeirra sem hafa áhuga á starfseminni
 • Einfalt utanumhald til að viðhalda skránni
 • Þú færð fólk til að koma til þín í stað þess að sækja það og setja á listann
 • Auðvelt að flokka listann niður eftir áhugasviði og skyldum
 • Hægt að tengja saman við notendakerfi Drupal
 • Mjög hagkvæm og vinnusparandi leið fyrir félög og félagasamtök