Notaðu vörulista til að hjálpa viðskiptavininum að taka ákvörðun

Ef fyrirtækið þitt er með mikið vöruúrval sem þarf að kynna á netinu ættir þú að skoða möguleikana í Drupal vefumsjónarkerfinu. Með vefsíðugerð frá Emstrum og Drupal hugbúnaði er hægt að setja upp öflugt kerfi sem auðvelt er að uppfæra, flokka og jafnvel tengja við bókhaldskerfi. Kerfi sem gerir þér kleift að gera breytingar og uppfærslur þegar þér hentar. Þá er auðvelt að setja vörulistann upp með þeim hætti sem hentar þér og þínu fyrirtæki.

Vöruflokkar

Eðlilega nægir ekki öllum að vera með einn lista yfir þær vörur sem fyrirtækið hefur á boðstólunum. Það getur verið nauðsynlegt að sýna vöruflokka. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki getur verið með heimilistæki en vill flokka þau niður í ísskápa, þvottavélar, þurrkara, hrærivélar o.s.frv. Þannig getur viðskiptavinurinn nálgast það sem hann leitar að með auðveldum og þægilegum hætti.

Varan sjálf

Þegar viðskiptavinurinn hefur fundið það sem hann leitar að á netinu þarf hann að geta með einum smell fengið allar upplýsingar um vöruna sjálfa. Með þessum hætti gæti hann verið rúmlega hálfnaður í ákvörðun sinni um að kaupa þegar hann kemur í búðina. Láttu vefsíðuna spara tíma við afgreiðslu með því að hjálpa viðskiptavininum að taka ákvörðun.

Hafðu vald yfir vörulistanum

Með vefsíðugerð frá Emstrum og Drupal vefumsjónarkerfinu færðu fullkomið vald yfir vörulistanum þínum. Með því að skrá þig inn getur þú gert allar þær viðbætur, lagfæringar, uppfærslur, myndbreytingar og almennar breytingar sem þú þarft. Með einum smell á músina eru breytingarnar komnar út á netið.

Vörulisti er af sama meiði og sérsmíði sem fjallað er um á öðrum stað hér á vefsíðunni okkar. Í því felst að án mikillar fyrirhafnar er hægt að smíða nákvæman vörulista fyrir fyrirtæki, hvort sem um er að ræða lítið eða mikið vörumagn. Það sem átt er við þegar talað er um að smíða vörulista er að setja saman innsláttarform fyrir vöru.  Innsláttarform sem skiptist niður í vöruflokk, vörunúmer, heiti vöru, mynd af vöru, þyngd o.s.frv.  Í vörulista er hægt að setja allar þær upplýsingar sem fylgja einni vöru.  Þegar smíði innsláttarforms er lokið þarf að huga að framsetningu vörunnar. Hvernig á að sýna gestum vefsíðunnar hvað er í boði og hversu miklar upplýsingar á að sýna.  Einnig eru ýmsir valkostir fyrir hendi þegar vefsíður og vörulistar eru annars vegar eins og t.d. að birta lista yfir vörur og vöruflokka.

 • Einföld leið til að kynna vörur á netinu
 • Auðvelt að skipta vörum niður í vöruflokka og tegundir
 • Auðveld leið til að halda utanum allar vörur
 • Möguleg leið til að tengja við bókhaldskerfi
 • Mjög góð leið til að kynna vöruúrval með ýmsum hætti
 • Hægt að hafa margar myndir með sérhverri vöru
 • Auðvelt að halda utanum vöruflokka og vörur á vefsíðunni
 • Hægt að vinna við vörulistann hvar sem er
 • Fjölmargar leiðir til að kynna og setja fram upplýsingar um vörur á netinu
 • Árangursrík leið til að kynna allt það helsta í vöruúrvali fyrirtækisins
 • Auðvelt að draga áhugaverðar vörur út og kynna með öflugum hætti
 • Þægileg leið til að halda utanum mikilvægar upplýsingar
 • Góð leið til að fá fólk til að heimsækja vefsíðuna aftur og aftur