Blogg er áhugaverður vettvangur til að skapa jákvæða ímynd

Því miður hefur blogg á vefsíðum fengið á sig fremur neikvæðan stimpil. Ástæðan er einkum sú að á mörgum vefsíðum hefur bloggið orðið vettvangur nöldurs, stóryrða og leiðinda. Bloggið er hins vegar sérstaklega áhugaverð aðferð til að gera vefsíðuna lífleg og skapa athyglisverða umræðu um málefni sem tengjast landsvæðum, bæjum, sveitarfélögum fyrirtækinu eða félögum. Bloggið er líka líklegt til að vekja áhuga leitarvéla á síðunni þinni og í alla staði til þess fallið að gera hana skemmtilega.

Nýr jákvæður samskiptamáti

Bloggið þarf að tengjast hinum nýja samskiptamáta samtímans og hafa burði til að byggja sig inn á öfluga samskiptavefi eins og facebook og twitter og aðra fjölsótta vefi. Bloggið er tæki til að draga athygli að þér og þínu fyrirtæki og skapa þínu vörumerki sérstöðu. Draga athygli að þér og fyrirtækinu þínu og því sem fyrirtækið og þú hafið að bjóða. Bloggið getur líka verið athyglisverð leið fyrir félög til að segja frá atburðum og atvikum og gefa félagsmönnum leyfi til að koma með athugasemdir. Eins og fram kemur í umfjöllun okkar um leitarvélar þá eru þær í dag þungamiðjan í allri markaðssetningu og athygli. Ef þú ætlar virkilega að koma þér á framfæri þarftu að nota margar leiðir á netinu. Eina af þeim leiðum sem eflir stöðu þína á netinu og í leitarvélum er einmitt blogg.

Hver og einn félagsmaður eða meðlimur vefsíðunnar getur haft sitt eigið blogg

Þegar heimasíðan er sett upp fyrir marga notendur og þátttakendur er auðvelt að tengja saman hluti eins og notendur, blogg og aðgangsstýringarkerfið.  Með þessum hætti getur hver og einn notandi haft sína persónulegu bloggsíðu sem aðrir meðlimir sjá og geta tekið þátt í að lesa og skrifa inn á.  Athugasemdakerfið getur verið opið og lokað og einnig er hægt að skilgreina það við Facebook þannig að allir sem eru innskráðir á Facebook geti sjálfkrafa komið með athugsemdir.  Í dag eru fyrir hendi víðtækar tengingar við samskiptasíður sem auðvelt er að nýta sér.

Emstrur nota Drupal „Open Source“ vefumsjónarkerfið til að setja upp vefsíður.  Í Drupal er tiltölulega auðvelt að setja upp öflugt bloggkerfi sem gefur notandanum margvíslega möguleika í uppsetningu og stjórnun bloggsins. Til dæmis er hægt að tengja bloggið við aðgangsstýringarkerfi og getur stjórnandi bloggsins þannig ráðið hver fær að lesa bloggið og hver fær að koma með athugasemdir. Einnig getur vefstjórinn ákveðið að fara yfir athugasemdir annarra áður en hann hleypir þeim út á síðuna sína. Allar þessar stillingar gera það að verkum að hægt er að gera bloggið áhugavert og líflegt án þess að sleppa öllum lausum sem bara vilja nöldra og hafa lítið að segja.  Þá er auðvelt að gefa heimildir til þess að setja myndir með bloggi og jafnvel video og margs konar skjöl.

 • Góð leið til að koma skoðunum á framfæri
 • Góð leið til að efla skoðanaskipti um mikilvæg málefni
 • Góð leið til að örva umferð um vefsíðuna og vekja athygli leitarvéla
 • Einföld leið til að gefa sérhverjum notanda mikilvægt svæði á vefsíðunni
 • Auðvelt að tengja við samskiptasíður samtímans
 • Áhugaverð leið til að leita eftir viðbrögðum við hugmyndir og nýungar
 • Auðvelt að nota blogg til að auka umferð á vefsíðunni
 • Góð leið til að auka áhuga á vefsíðunni og því sem þú hefur fram að færa
 • Áhugaverð leið til að auka eftirtekt leitarvéla
 • Öflug leið til að setja upp heilbrigð skoðanaskipti
 • Skemmtileg viðbót við kraftmiklar vefsíður – en krefst tíma og umsjónar
 • Gefur heimasíðum hressilegt viðmót ef vel er á haldið