Myndaalbúm sem auðvelt er að skoða og skipuleggja

Í Drupal eru mjög margar leiðir til að setja upp skemmtileg myndaalbúm eða gallerí og sýna myndir á vefsíðum. T.d. er hægt að hlaða einni mynd í einu með margs konar upplýsingum um efni myndarinnar. Upplýsingar sem gefa myndunum aukið gildi í ákveðnu samhengi. Einnig er hægt að hlaða inn mörgum myndum án þess að vera að huga mikið að viðbótarupplýsingum í texta. Þá er frekar auðvelt að setja myndir fram í Lightbox sem stækkar myndirnar upp þegar á þær er smellt.

Auðvelt í notkun

Til þess að myndaalbúmið sé skilvirkt þarf að vera einfalt að setja inn myndir á auðveldan hátt. Sá sem hefur umsjón með myndum þarf að geta skráð sig inn og sett myndir inn strax eftir atburð. Þetta er nauðsynlegt til þess að myndaalbúmið sé í samræmi við þann hraða sem gildir í samskiptum á netinu. Þetta er mjög auðvelt í myndaalbúmum sem hægt er að setja upp í Drupal vefumsjónarkerfinu.  Þá er hægt að setja upp margar tegundir af

Settu upp myndaflokka

Myndaalbúmið sem við setjum upp með vefsíðum okkar er sérlega einfalt í notkun og er á færi allra sem hafa sæmilega tölvukunnáttu að setja inn myndir. Einnig er auðvelt er að búa til myndaflokka eins og t.d. Árshátíð 2009, Ferð í Landmannalaugar, Starfsmannaferð, Ganga á Keili o.s.frv.  Þá er hægt að setja leitarorð með hverri mynd. T.d. ganga, fundur, Siggi, Jóna, árshátíðir o.s.frv. Leitarorð sem auðvelda öllum að finna það sem þeir leita að.  Til viðbótar er auðvitað hægt að bæta ýmsu við eins og alltaf í Drupal.  Eins og t.d. línu fyrir nöfn þeirra sem eru á myndinni eða stóru textahólfi til að skrifa jafnvel heila ritgerð með myndinni.

Myndaalbúm sem samstöðuafl?

Myndagallerí er hluti af vefsíðu sem ætti að vera á topp tíu lista allra starfsmannastjóra og þeirra sem sinna samstöðumyndun á vinnustöðum. Myndagallerí getur verið öflugt samtöðuafl á vinnustað sem og í félagssamtökum. Myndagallerí getur bæði verið á vefsíðunni sjálfri sem og lokað á innri vef þar sem eingöngu starfsmenn hafa aðgang.

Myndaalbúm er eitt af því sem gjarnan dregur gesti og notendur aftur og aftur að vefsíðunni. Myndir frá ferðum, árshátíðum, golfmótum, fundum og öðrum atburðum sem tengjast starfsemi fyrirtækis eða félags. Myndir á vefsíðu fyrirtækja og félaga er eitt af því sem þjappar fólki saman og myndar samstöðu og ánægju.  Margir hafa ótrúlega gaman af að rifja upp atburði á vefsíðu með því að skoða myndir.  Þetta er þeim mun auðveldara í dag en oft áður þar sem flestir símar eru með öflugar myndavélar sem taka myndir sem auðvelt er að setja beint inn á vefsíðuna.  Einnig er hægt að búa til hvers konar slideshow í Drupal sem gefur innsetningu mynda enn meira gildi.

 • Sýna myndir af starfseminni með skjótum og öflugum hætti
 • Búa til albúm af hinum ýmsu aðskildu atburðum
 • Hampa fólkinu sem eru starfsmenn eða félagar
 • Draga atburði út og gefa þeim meira vægi með sérstökum flokki í myndaalbúmi
 • Safna myndum af starfseminni gegnum tíma
 • Sýna með óyggjandi hætti kraftinn í starfseminni
 • Með ákveðnum eyrnamerkingum er hægt að dreifa myndum víða
 • Sýna myndir af starfseminni með skipulögðum hætti
 • Auðvelt að taka út og sýna ákveðnar myndir á ákveðnum stöðum á vefsíðunni
 • Hægt að nýta myndir úr myndaalbúni fyrir starfsemina
 • Fljótleg leið til að skapa ímynd og yfirbragð fyrir starfsemina
 • Kraftmikið tæki til að örva leitarvélar með réttum stillingum
 • Hægt að geyma og vista mikið magn mynda á einum stað