Atburðardagatal til að halda utanum dagskrá

Fyrir félög, samtök, margs konar fyrirtæki og einstakling er atburðadagatal frábær leið til að kynna hvað er í gangi og til að halda tengslanetinu við efnið. Öflug leið til að fá alla til að koma á heimasíðuna aftur og aftur. Hjá félögum er hægt að tilkynna fundi, uppákomur og ferðir svo dæmi séu nefnd. Með þessum hætti geta félagsmenn og viðskiptavinir ávalt fengið yfirlit með fljótlegum hætti um allt það sem er framundan. Til dæmis varðandi væntanleg tilboð eða dagssetningu á útsölu.

Heldur utanum þátttöku

Atburðadagatalið frá Drupal er án efa einn skemmtilegasti möguleikinn sem hægt er að setja upp. Í kerfinu er hægt að fá yfirlit yfir atburði með því að bregða upp lista yfir atburði, fá yfirlit yfir dag, viku og mánuð. Þá er hægt að hafa atburðadagatalið fast á forsíðu í litlu formi og síðan að skoða það í fullri stærð. Einnig er hægt að hafa valkost þar sem meðlimir melda sig í atburð, eins og ferð eða fund. Þannig getur vefstjóri fengið yfirlit yfir þá sem ætla að koma á fundinn eða þá sem skrá sig í ferð.

Söguskráning

Einn ávinningur atburðadagatalsins er að allar færslur geymast um ókominn tíma. Þannig virkar atburðadagatalið eins og sjálfvirk söguskráning yfir langan tíma. Seinna er hægt að fletta upp í dagatalinu til að rifja upp atburði, hvenær þeir voru, hvað var gert og hvert var farið?

Einföld vefumsjón í Drupal

Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað hversu einfalt er fyrir vefstjórann aða halda utanum atburðina í vefumsjónarkerfinu frá Drupal.  Einnig hversu einfalt er að halda utanum mætingu og væntanlega þátttakendur í atburði.

 

Ef þú hefur not fyrir atburðadagatal er það eitt af allra skemmtilegustu og áhrifamestu tækjum til hægt er að setja á vefsíðu.  Atburðadagatalið frá Drupal sem Emstrur setja upp er ótrúlega fjölbreytt og afkastamikið ef á þarf að halda.  Bæði er hægt að stilla það með almennum stillingum og einnig er hægt að gera margt til að sérsníða það að þínum þörfum.  T.d. er hægt að setja lista yfir atburði fyrir neðan dagatalið sem sjást meðan atburður er í gangi og dettur út af listanum þegar atburði lýkur.  Hins vegar geymir vefsíðan atburðinn á dagatalinu.

 • Hjálpar til við skipulagningu og auglýsingu hvers konar atburða
 • Skráir sögu atburða á vegum félags, fyrirtækis eða einstaklings
 • Hægt að nota sem persónulegt dagatal og loka það af fyrir öðrum
 • Auðveldar að halda utanum mætingu og sjá hverjir ætla að koma
 • Kjörin leið til að veita yfirsýn yfir það sem er framundan
 • Einfaldar aðgang félagsmanna í félagi að því sem er að gerast hjá félaginu
 • Frábær leið til að örva leitarvélar og koma vefsíðunni áfram á netinu
 • Auðvelt að loka aðgangi fyrir öðrum en félagsmönnum ef á þarf að halda
 • Góð leið til að halda utanum atburði félags til lengri tíma
 • Þú skráir söguna sjálfkrafa með því að nota dagatalið reglulega
 • Einfalt að kynna flókna og yfirgripsmikla atburði sem tengjast dagsetningu
 • Auðveld leið til að halda utanum mætingu
 • Upplýsingaveita fyrir margs konar starfsemi