Notaðu myndbönd - video - til að kenna og skemmta

Myndbönd eða video eru til margra hluta gagnleg á vefsíðum. T.d. er hægt að nota myndbönd með margvíslegum hætti til að kynna starfsemi, vöru eða þjónustu. Í dag er hgæt að búa til myndbönd sem tengja saman skjámyndir, upptökur úr Power Point og myndbönd sem eru tekin á upptökuvélar. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir. Það getur þess vegna verið ákaflega gagnlegt að setja myndband inn á vefsíðuna þína. En auk kennslu- og kynningargildis getur verið myndband haft verulegt skemmtanagildi.

Video til að auka fjölbreytni vefsíðunnar

Án nokkurs vafa geta video, bæði video sem eru unnin af sérfræðingum og þínar eigin upptökur gert vefsíðunni mikið gagn. Þú getur tekið upp video með myndavélum, video upptökuvélum, símum, tölvumyndavél og alls konar tækjum í dag. Upplýsingarnar sem þú getur komið á framfæri eru óendanlegar þegar kemur að þessum kraftmikla miðli. Fyrir utan gagnsem er einnig augljóst að skemmtanagildið er umtalsvert. Eins og með margt annað á vefsíðum sem þú hefur stjórn á, þá er fátt annað en ímyndunaraflið sem stoppar þig þegar kemur að fjölbreytni þegar þú hefur tækin. Þar að auki er til fjöldi forrita sem hjálpa þér að klippa saman video ásamt því að setja hljóð á video. Öflug forrit sem eru jafnvel ókeypis á netinu.

Hraunfossar - Náttúrufegurð

Ef þú ert að leita að leið til þess að koma á framfæri kennslu, fyrirlestrum eða erindum þá er videoið ein besta leiðin sem völ er á í dag. Í raun er margfalt einfaldara að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri gegnum video í dag en það var fyrir nokkrum árum. Þú sest fyrir framan vélina vel undirbúinn og ferð með textann og miðlar upplýsingum. Þegar upptöku er lokið getur þú klippt það til og setur þú efnið inn á síðuna. Einfaldara getur það varla verið.

Láttu hlutina spila saman

Með því að nota video getur þú útfært vefsíðuna með ýmsum hætti. Video þurfa ekki að vera flókin og geta verið bundin við stuttar upplýsingar. Með video getur þú kynnt íþróttaviðburð í skóla, fund í stéttarfélagi, tónleka eða útilegu í ferðahópnum. Drupal og video eiga vel saman. Video er nauðsynleg viðbót við allar vefsíður sem ætla sér eitthvað hlutverk.  Einnig virka video mjög vel með YouTube og Vimeo og auðvelt að sækja

Langar þig að taka video á myndavélina þína eða símann og setja út á netið strax? Eða geta sett video upptöku inn á vefsíðuna frá atburði í félagasamtökum eins og fyrirlestur eða video frá skemmtun? Þetta vilja margir geta gert enda er útbreiðsla upptökutækja almenn og flestir hljóta að hafa áhuga á þessum möguleika. Með Drupal uppsetningu frá Emstrum er allt þetta hægt. Vefsíða frá Drupal er í raun lítill einkafjölmiðill fyrir þig, fyrirtækið þitt eða félagið sem þú starfar við.

 • Gerir þér kleift að setja út mikið magn upplýsinga á stuttum tíma
 • Kemur skemmtilegu efni á framfæri með litlum fyrirvara
 • Auðvelt að nota til skemmtunar og til að lífga uppá vefsíðuna
 • Fljótleg leið til að setja áhugaverða hluti á vefsíðuna
 • Frábær leið til að búa til kynningarefni
 • Öflug leið til að gera fyrirlestra og fræðsluefni aðgengilegt
 • Auðvelt að loka myndbönd fyrir öðrum en innskráðum
 • Tækifæri til að nýta nútíma tækni og fjölmiðlun á þinni eigin vefsíðu
 • Hjálpar til við að koma upplýsingum hratt og vel til skila á netinu
 • Auðveldar þér að miðla upplýsingum með afgerandi hætti
 • Frábær leið til að gera margs konar fundi og fyrirlestra aðgengilega
 • Opnar fjölmargar leiðir til að gera vefsíðuna skemmtilega
 • Kynning á vöru og þjónustu getur hitt beint í mark ef vel er að staðið