Segðu þínar eigin fréttir og láttu þær örva leitarvélarnar

Fréttir á vefsíðu eru alltaf til gagns. Þær eru líka af ýmsum ástæðum heppilegt efni til að hafa á vefsíðu. T.d. skrá þær á vissan hátt sögu fyrirtækisins, starfseminnar eða félagsins og eru þar að auki ákaflega örvandi fyrir leitarvélar. Ekki er endilega nauðsynlegt að hafa á takteininum fréttir af stórviðburðum eða einhverju meiri háttar. Fréttir á vefsíðu geta líka verið fréttir af einföldum atriðum sem eingöngu snerta starfsemina. Þá eru fréttir á heimasíðum félagsamtaka bæði gagnlegar og skemmtilegar.

Umsjón með fréttakerfinu

Umsjón með fréttum er á færi allra sem kunna á tölvu og fréttirnar er hægt að skrifa, laga og breyta hvenær sem er og hvar sem er.  Aðeins þarf að hafa aðgangsorð og lykilorð og skrá sig inn á síðuna.  Fréttakerfið er hluti af vefumsjónarkerfinu frá Drupal sem gerir notandanum mögulegt að skrifa nýja frétt, leiðrétta fréttir, skipta um myndir, skrá nýja notendur og breyta notendum.  Þannig er hægt að skrifa frétt eftir að þú kemur heim að loknum vinnudegi, meðan þú ert í afslöppun við sólarströnd eða bara í vinnunni.

Vertu þinn eigin fréttastjóri

Ef þú ert að hugsa um vefsíðugerð fyrir félag eða fyrirtæki þá er vefsíða með fréttakerfi frá Drupal sérlega hentugt fyrir þá sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri. Mörg félög, fagfélög og áhugamannafélög, þurfa reglulega að koma fréttum af starfi félagsins á framfæri við félagsmenn með skjótum hætti.  T.d. þegar félög standa í samningaviðræðum eða kaupa nýtt sumarhús.  Einnig getur verið þægilegt að segja fréttir að nýjustu ákvörðunum eða atburðum tengdum starfseminni.

Fréttakerfi HÍ byggir á Drupal

Uppsetning og stjórnun frétta í fréttakerfinu frá Drupal er bæði einföld og öflug. M.a. var samhæft fréttakerfi Háskóla Íslands og samtvinnað fréttakerfi sviða og deilda sett upp í Drupal . Þar birtast fréttir sérstaklega sem hluti af fréttaveitu Háskóla Íslands ásamt því að birtast sem fréttir deilda og sviða sérstaklega. Vefstjórar hafa síðan fullt vald yfir öllum fréttum og útliti frétta.

Fréttakerfi gagnast bæði stórum og smáum félögum sem og stórum og smáum fyrirtækjum. Fréttakerfið er sveigjanlegt og jafnframt þægileg leið til að endurnýja upplýsingar á vefnum með einföldum hætti. Fréttir þurfa ekki endilega að vera langar eða efnismiklar.  Þær geta verið stuttar og er ágætt að miða við einn þriðji af A4 síðu.  Með fréttum er auðvelt að setja mynd eða myndir og gefa fréttinni þannig aukið vægi og líflegra yfirbragð. Þá getur þú með einföldum hætti notað fréttakerfið fyrir almennar tilkynningar fyrir starfsemina.

 • Þægileg leið til að skrá sögu starfseminnar jafnt og þétt
 • Góð leið til að koma nýjum upplýsingum á framfæri
 • Ánægjuleg leið til að koma skemmtilegu efni og myndum á framfæri
 • Auðvelt að skipta fréttakerfinu upp milli deilda og sviða
 • Hægt að setja fréttir inn í dag og birta eftir dagsetningu í dagatali
 • Auðvelt að sýna margar myndir með frétt ef á þarf að halda
 • Gott tæki til að hafa áhrif á leitarvélar
 • Örvar leitarvélar og ýtir vefsíðunni ofar
 • Heldur utanum heimildir og sögu starfseminnar
 • Ýtir undir viðhald vefsíðunnar og að hún falli ekki í gleymsku
 • Stækkar hópinn sem hefur áhuga á vefsíðunni og efni vefsíðunnar
 • Eykur líkur á að gestir komi aftur og aftur inn á síðuna