Settu auglýsingar á vefsíðuna til að afla tekna eða leggja áherslu

Mörg félagasamtök, góðgerðastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar eru í aðstöðu til að selja auglýsingar inn á vefsíðuna og hafa þannig tekjur af vefsíðunni. Þetta getur verið áhugaverður valkostur fyrir marga. Í Drupal vefumsjónarkerfinu er auðvelt að búa til staði á vefsíðunni sem eru eingöngu notaðir fyrir auglýsingar. Annars vegar vegna aðila sem vilja styrkja starfsemina og hins vegna aðila sem hafa áhuga á að auglýsa vegna útbreiðslu vefsíðunnar og fjölda heimsókna.

Margs konar stærðir auglýsinga og fjöldi möguleika í staðsetningu

Í Drupal vefumsjónarkerfinu frá Emstrum er auðvelt að skipuleggja síðuna með þeim hætti að auglýsingarnar sjáist vel og skipi áhugaverðan sess í vel samræmdri vefsíðu.  Þá er auðvelt að skipta um auglýsingar gegnum vefumsjónarkerfið. Fyrirfram er hægt að ákveða að auglýsandi skili auglýsingunni í ákveðnu formi og af ákveðinni stærð, rétt eins og gert er á mbl.is eða visir.is. Auglýsingarnar lifa síða í ákveðin tíma samkvæmt taxta og fá síðan nýjar að þeim tíma loknum er skipt um auglýsingar. Gagnsemin er fyrst og fremst fjárhagsleg fyrir eiganda síðunnar. Framkvæmdin er auðveld með Drupal vefsíðu frá Emstrum og gefur ýmsa möguleika og eru útfærslurnar margs konar og fjölbreytilegar þegar kemur að vefsíðuhönnun.

Af margs konar formi með margs konar staðsetningu

Með Drupal vefumsjónarkerfinu er auðvelt að setja inn auglýsingar hvort sem þær eru myndir, hreyfimyndir (flash skrá), video eða texti.  Þá er einnig auðvelt að búa til tengla frá auglýsingum yfir á staði sem eru auglýsir.  Með gjaldfrjálsa vefumsjónarkerfinu frá Drupal getur þú skapað þér þínar eigin tekjur ef þú ert með vefsíðu sem hefur mikla útbreiðslu.  Einnig geta tengingar við auglýsendur aukið umferð um vefsíðuna og áhuga leitarvéla.

Auglýsingar á ákveðnum síðum á allra færi

Vegna sveigjanleika Drupal vefumsjónarkerfisins er auðvelt að stilla og ákveða að auglýsingar birtist á forsíðu eingöngu eða á öllum síðum vefsíðunnar undir öllum tenglum. Þá geta verið auglýsingar sem aðeins birtast á tiltekinni síðu en ekki öðrum. Að sama skapi er hægt að útiloka að auglýsingar birtist á síðu þar sem ekki er viðeigandi að hafa auglýsingar að mati eiganda síðunna. Allt eftir þínu höfði og þínum reglum.  Allar eru þessar stillingar auðveldar þegar þú ert eigandi vefsíðunnar og hefur aðgang að vefumsjónarkerfinu og öllum stillingum. En allar eru þessar ákvarðanir og stillingar auðveldar og á færi allra sem á annað borð hafa lágmarkstölvuþekkingu.

Mjög algengt er að nota t.d. hægri dálk eða jafnvel báða dálka vefsíðunnar til að hýsa auglýsingar.  Einnig er hægt að nota hluta úr dálki og þess vegna nokkur minni hólf í dálkum vefsíðunnar. Í okkar uppsetningu og okkar vefhönnun notum við útlit og forritun sem gefur einnig möguleika á hólfum og stillingum á hinum ýmsu stöðum á vefsíðunni. Framkvæmdin á þessu fyrirkomulagi er auðveld með Drupal vefumsjónarkerfinu eins og við hjá Emstrum setjum vefsíðurnar upp og stillum þær.  Til dæmis er mjög einfalt að skipta um auglýsingar og jafnvel möguleiki á að stilla tímann sem þær eru á vefsíðunni.  Ef umferð um vefsíðuna er verulegur eru auglýsingar á vefsíðu kjörin leið til að afla tekna.  Þetta má m.a. sjá hvernig er gert með snyrtilegum hætti á vefsíðu Golfklúbbsins Kiðjabergs – www.gkb.is

 • Góð leið til tekjuöflunar fyrir félög og félagasamtök
 • Skapar möguleika fyrir hugmyndaríka og vinnusama einstaklinga til tekjuöflunar
 • Hægt að búa til mikilvæga tengla með auglýsingum
 • Auðvelt að stilla á ákveðna síðu innan vefsíðunnar í tengslum við efni síðunnar
 • Einföld leið til að lífga upp á vefsíðuna
 • Heppileg leið til að leggja áherslu á mikilvæg atriði
 • Með réttu skipulagi og upplýsingaöflun er hægt að gera vefsíðuna að tekjustofni
 • Með fjölbreytileika er hægt að auka áhuga leitarvéla
 • Hægt að fylla svæði á vefsíðunni sem annars væru tóm
 • Auðvelt að nota auglýsingar til að tengja áherslusvæði innan vefsíðunnar
 • Gagnlegt til að vekja athygli