Þarftu ítarlega leit innan vefsíðunnar í efni eða skrám?

Almennt geta leitarvélar séð um flest sem viðkemur leit á netinu. Þær eru þó háðar þeim takmörkunum fyrir einstaka vefi að samkeppnin um birtingu í niðurstöðum er hörð. Þess vegna getur verið nauðsynlegt að geta leitað innan vefsíðunnar þegar notandinn er kominn inn á vefsíðuna þína. Þetta getur verið nauðsynlegt þegar leitað er að gamalli frétt, nafni á einstaklingi í félagatali , efnisatriði í fundargerð, löngu liðnum atburði eða vöru í miklu og stóru vöruúrvali.

Að takmarka leitina enn frekar

Í uppsetningu á vefsíðu frá Drupal er einnig hægt að takmarka leitina enn frekar. Á sama hátt og Drupal getur sótt ákveðna hluti í hluta af gagnagrunni vefsíðunnar til að birta með fyrirfram ákveðnum hætti, eins og t.d. að sækja vöru í vörulista og birta allar upplýsingar um vöruna, getur Drupal líka sótt ákveðna hluti með leit. Þannig er hægt að setja upp form sem heimilar notandanum að setja inn leitarorð og leita í takmörkuðum hluta vefsíðunnar. T.d. ef nauðsynlegt er að geta leitað eftir vörunúmerum í stóru safni vörulista. Sem dæmi má nefna að ef þú ert að selja hesta og hestarnir skiptast í merar, keppnishesta, folöld og  graðhesta er auðvelt að setja leitina þannig upp að þú leitir eingöngu að folöldum ef þú vilt þrengja leitina og auðvelda viðskiptavinunum eða notandanum að leita. Með þessum hætti getur notandinn haft þá valkosti að leita mjög almennt í leitarvélum eða með mjög hnitmiðuðum hætti á innan vefsíðunnar þinnar.

Vefsíðan lærir leitarorð

Við uppsetningu er hægt að skilgreina leitina þannig að vefsíðan læri ákveðin leitarorð þegar þau eru slegin inn aftur og aftur. Þannig verður til flýtileið sem auðveldar notendum vefsíðunnar að finna það sem leitað er að. Einnig er hægt að setja leitina upp með þeim hætti að aðeins tilteknir innskráðir notendur fá að leita. Með þessum hætti er hægt að tvinna saman leit og hið öfluga aðgangsstýringakerfi frá Drupal.  Leitir af þessu tagi sem eru settar upp og stilltar fyrir einstaka vefsíður eru sérlega gagnlegar þegar upplýsingamagnið er mjög mikið.

Oft á tíðum er leitarhólfi komið fyrir í hægra horninu efst á vefsíðunni og verður eins konar leitarhólf. Þar er hægt að setja inn leitarorð og smella á leita. Við það leitar vefsíðan sjálf í öllum texta vefsíðunnar að því orði sem sett er inn og skilar síðan niðurstöðum. T.d. gætir þú sett inn orðið vefsíðugerð fyrir þessa vefsíðu og fengir þá fjöldann allan af niðurstöðum þar sem mikið er fjallað um vefsíðugerð á okkar vefsíðu. Einnig gætir þú verið að leita að upplýsingum um vefhýsingu og með því að slá inn vefhýsing fengir þú einnig nokkrar niðurstöður. Þessi leit er sérlega handhæg og þægileg og flýtir mjög fyrir aðgangi notenda að þeim upplýsingum sem þeir eru að leita að.  Við sérstakar aðstæður á efnismiklum vefsíðum getur þess vegna verið ákaflegar handhægt fyrir alla að hafa góða og öfluga leit innan vefsíðunnar.  Þetta er auðvelt að setja upp með Drupal vefsíðu frá Emstrum.

 • Auðveldar aðgang að upplýsingum vefsíðunnar
 • Einfaldar leit í miklu magni upplýsinga
 • Sparar notanda síðunnar tíma við að finna það efni sem hann leitar að
 • Hjálpar við að skipuleggja mikið magn upplýsinga
 • Sérlega gagnlegt ef nauðsynlegt er að þrengja valkosti
 • Styttir þann tíma sem notandinn þarf að eyða á vefsíðunni þinni
 • Gefur margháttaða möguleika á efnisframsetningu
 • Ávinningurinn er fyrst of fremst bundinn við stórar og efnismiklar vefsíður
 • Dregur úr líkunum á að viðskiptavinurinn finni ekki það sem hann leitar að
 • Eykur líkurnar á að gesturinn fari þannig ánægður frá síðunni
 • Hjálplegt við að skilgreina og skipuleggja aðgang að efni vefsíðunnar
 • Er fyrst og fremst gagnleg leið til að stytta til muna leiðina að upplýsingum