Þarftu eitt eða fleiri tungumál á þinni heimasíðu?

Hægt er að setja vefsíðu upp á tveim eða fleiri tungumálum með ýmsum hætti. Allra einfaldasta leiðin er að setja upp eina síðu með tengli sem er staðsettur aftast í aðalleiðakerfinu. Þar er texti sem er eins konar útdráttur eða yfirlit yfir þá starfsemi sem vefsíðan fjallar um.  Önnur leið er að setja vefsíðuna alla upp í heild sinni tveim eða fleiri tungumálum og nota hnapp með fána eða heiti tungumálsins til að skipta yfir á nýtt tungumál. Þessi leið er að því leyti snúnari að allar upplýsingar sem þú setur inn á síðuna þarf að setja inn á jafn mörgum tungumálum og þú hefur ákveðið að starfsemin þurfi.

Góð aðferð til að ná til fólks víða um heim

Margir sem setja upp vefsíður þurfa að ná til fólks víða um heim.  Augljósasta dæmið hér á landi eru vitanlega fyrirtæki í ferðaiðnaði sem bjóða fram gistingu, jeppaferðir, gönguferðir eða annað sem ferðafólk sækist eftir hér á landi.  Ef þjónustan er boðin fram á meira en einu tungumál, t.d. ensku og þýsku, aukast eðlilega líkurnar á að vefsíðugerðin skili viðskiptavinum frá Englandi og Þýskalandi.  Þegar einhver í Englandi er að leita að ferð með fjallabíl eða jeppa inn að Lakagígum er líklegra að hann finni fyrirtæki sem auglýsir á ensku.  Þá er auðvitað líklegra að leitarvélar sjái vefsíðuna og raði henni hátt í Englandi eða Bandaríkjunum ef vefsíðan er á ensku.

Hjálpar viðskiptavinum að finna þig og þína þjónustu eða vöru

Þegar viðskiptavinurinn sem notar eitthvað af þeim tungumálum sem vefsíðan býður er nauðsynlegt að hann fái nægjanlegar upplýsingar til að átta sig á þeirri þjónustu og þeim valkostum sem eru í boði.  Ef upplýsingarnar eru vel skipulagðar og vel fram settar á nokkrum tungumálum er líklegt að hann fái áhuga á þeirri þjónustu eða vöru sem vefsíðan býður ef allt er vel sett fram.  Einnig er mikilvægt að skilja að margir staðir á vefsíðunni sem ýta undir möguleika hennar í leitarvélum eru vel skilgreindir í kerfinu sjálfu þegar viðbótartungumál eru valin.  Það er þess vegna sjálfum þér í hag að hafa vefsíðuna á þeim tungumálum sem mögulegir viðskiptavinir tala sem aftur auðveldar þér að komast hærra í leitarvélum viðkomandi lands.

Þegar við setjum upp vefsíðu með tveim eða fleiri tungumálum í Drupal vefumsjónarkerfinu byggja stillingar á einingum eða módúlum hvaða tungumál sést hverju sinni.  Um er að ræða nokkrar einingar sem gera kerfinu kleift að láta vefsíðuna breytast alveg þegar skipt er um tungumál.  Í Drupal eru möguleikar á að hafa fjölmörg tungumál.  Þannig breytast allir tenglar, allur texti og allt sem viðkemur vefsíðunni á því tungumáli sem er virkt hverju sinni.  Það er því mikilvægt að hafa í huga við efnisinnsetningu hvaða tungumál er verið að setja inn.  Oftast er það einfaldur fellilisti sem inniheldur öll tungumál sem hafa verið heimiluð á vefsíðunni sem ræður hvert efnið fer.  Þannig fer efnið inn á franska hlutann ef franska er valin í fellilistanum.   Slíkur fellilist á ekki aðeins við þegar verið er að setja inn efni á síðu heldur og þegar settar eru inn fréttir, atburðir í atburðadagatal eð töflur með upplýsingum málefni sem eru til kynningar.

 • Vefsíðan er á því tungumáli sem mögulegur viðskiptavinur talar
 • Fjölga þeim sem sjá og skilja vefsíðuna
 • Kynning á þjónustu og vöru í öðrum löndum eða öðrum heimsálfum
 • Markaðssetning sem nær langt út fyrir þitt eigið tungumál
 • Kynningin virkar á notandann eins og vefsíðan sé í hans eigin landi
 • Styttir leiðina frá mögulegum viðskiptavini að þeirri ákvörðun að hafa samband
 • Eykur stórlega líkurnar á að þú náir vel til viðskiptavina í tilteknu landi
 • Tryggir að gestur komi inn á síðuna frá landi sem tala önnur tungumál
 • Margfaldar möguleikana á að vefsíðan þín hækki í leitarvélum í landi tungumálsins
 • Setur þig með óyggjandi hætti beint í samband við viðskiptavini víða um heim
 • Hvert tungumál getur aukið viðskipti og veltu um tugi prósenta
 • Mun fleiri vita af þér víða um heim en ef þú kynnir vefsíðuna aðeins á einu tungumáli