Fjölga síðum innan vefsíðunnar eins og þörf krefur

Ein algengasta spurning þeirra sem eru að setja upp vefsíðu í fyrsta skipti snýr að efnisinnsetningu og stækkun vefsíðunnar. Get ég sett inn nýja síðu með nýjum tengli, er mjög algeng spurning. Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Þeir sem eru með Drupal vefsíðu frá Emstrum vefsíðugerð geta með afar einföldum hætti bætti við síðu hvort sem hún er með tengli við megin leiðakerfið, aðra hluta leiðakerfisins eða með sjálfstæðan tengil í dálkum síðunnar.

Ef starfsemin stækkar og breytist

Ef þú byrjar með einfalda vefsíðu sem kynnir ákveðna starfsemi eða atvinnurekstur kemur fljótlega að þeim tíma að þú þurfir að kynna nýja hluti eða breytingar.  Í stað þess að láta upphaflegu síðuna standa hreyfingalausa og úreldast úr takt við breytingar á starfseminni viltu geta látið hana endurspegla starfsemina eins og hún er hverju sinni.  Með því að bæta við síðu og setja hana með augljósum tengli inn á vefsíðuna ertu að útfæra og uppfæra vefsíðuna í samræmi við þróun starfseminnar.  T.d. ef þú ert í ferðaiðnaði og býður fram jeppaferðir og bætir við nýjum fjallabíl.  Þá er nauðsynlegt að gæta bætt við síðu inn á vefsíðuna.

Ef þú vilt auglýsa eitthvað sérstaklega

Stundum gerist það í starfsemi fyrirtækja, félaga, stofnana eða í starfsemi einstaklinga að nauðsynlega þarf að auglýsa eitthvað alveg sérstaklega. Ein aðferð til að setja upplýsingar inn tímabundið er að búa til nýja síðu og búa síðan til tengil á áberandi stað, annað hvort í leiðakerfinu eða með mynd í öðrum hvorum dálknum, og leiða gestina þaðan inn á upplýsingarnar.  Þetta er gert með því að búa til nýja síðu og tengil yfir á þá síðu.  Á síðuna er síðan hægt að setja inn margs konar upplýsingar í formi texta, mynda, myndbanda eða með því að sýna upplýsingar í töflum.

 

Þegar þú ferð í gegnum Drupal vefsíðu, eins og t.d. þessa vefsíðu frá Emstrum vefsíðugerð, þá er efnið inni á sérhverjum tengli ein síða.  Ein síða innan vefsíðunnar.  Þannig eru upplýsingar um „Aðgangsstýringarkerfið“ ein síða og upplýsingar á tenglinum „Innri vefur“ önnur síða o.s.frv.  Með því að tengja þessar síður saman í leiðakerfi með tenglum ert þú kominn með vefsíðu.   Augljóslega er þessi tenging lykillinn að uppbyggingu vefsíðunnar.  Tenging sem gerir þér kleift að setja fram efni sem leyfir gestum síðunnar að fara á milli atriða og möguleika sem þú ert að kynna án þess að missa sjónar af heildarmyndinni.  Til að hafa full yfirráð yfir síðunni og fullt sjálfstæði þegar kemur að viðhaldi og stækkun síðunnar þá er ákaflega mikilvægt að geta fjölgað tenglum.

 • Lykillinn að því að hafa sjálfstæð yfirráð yfir þinni eigin vefsíðu
 • Einföld leið til að bæta efni við vefsíðuna
 • Skapar fjölda leiða til að koma upplýsingum í framfæri
 • Auðveld leið til að koma myndum á framfæri
 • Þægileg leið til að sýna myndbönd með litlum fyrirvara
 • Með því að fjölga síðum er hægt að stækka vefsíðuna í nýja átt
 • Öflug leið til að stækka vefsíðuna gegnum tengla og undirtengla
 • Einföld vefsíða getur auðveldlega lagt grunninn að stórri vefsíðu með þessari aðgerð
 • Stækkun síðunnar er eingöngu bundið við þína skipulagshæfileika og hugmyndaflug
 • Auðvelt að fara frá litlu veftré yfir í flókið veftré með mörgum greinum
 • Fljótlegt að koma upplýsingum á framfæri gegnum vefsíðuna
 • Heppileg leið til að auka áhuga leitarvéla á vefsíðunni þinni
 • Öflug leið til að halda vefsíðunni virkri og lifandi í netheimum
 • Ákjósanleg leið til að skipuleggja og endurskipuleggja vefsíðuna þína
 • Allt sem þú þarft að gera getur þú gert strax
 • Auðveld og skjót leið til að koma á framfæri upplýsingum í töflum, myndum eða pdf
 • Krefst ekki utanaðkomandi aðstoðar til að stækka vefsíðuna
 • Þú hefur fullan aðgang að tækjum og tólum sem leggja grunn að vexti vefsíðunnar