Notaðu vefsíðuna til að smíða sérlausnir

Þegar þú tekur ákvörðun um að setja upp vefsíðu er líklegt að þú hafir velt málinu fyrir þér um tíma. Þú ert að setja af stað viðskiptahugmynd eða styrkja stoðir viðskiptahugmyndar sem þú hleyptir af stokkunum fyrir nokkrum vikum eða mánuðum. Þú ert með ýmsar hugmyndir og ýmsar spurningar. Jafnvel þó að öflugt kerfi eins og Drupal bjóði uppá margar möguleika í grunnútgáfu, eins og listinn hérna í dálkunum gefur til kynna, er alltaf eitthvað sem er öðruvísi og kallar á sérsmíði.

Hvað getur verið í sérsmíði?

Möguleikarnir til þess að setja inn og halda utanum margs konar atriði eru nánast óendanlegir í Drupal. T.d. er hægt að setja inn sérsmíðað form sem tekur til texta eins og heiti á verki, tegund og langan texta sem lýsir verkinu. Þá er hægt að setja inn margs konar dagssetningar frá ákveðinni dagsetningu til ákveðinnar dagsetningar. Hægt er að setja inn eins margar myndir og þú þarft á að halda eða kærir þig um. Einnig video og flash sem hluti af því sem þú ert að gera.

Birting sérsmíðinnar

Mikill sveigjanleiki er í birtingu margs konar upplýsinga með því að sérsmíða bæði innsláttarform og framsetningu upplýsinga. T.d. er hægt að birta upplýsingarnar á ákveðinni síðu undir ákveðnum tengli sem eru dregnar út úr stórum skrám. Á vefsíðunni Atvinnuhús var t.d. sérsmíðað form til að setja inn fasteignir fyrir atvinnuhúsnæði til sölu og atvinnuhúsnæði til leigu. Þó að fasteignir séu settar inn á síðuna með sama formi birtast þær á sitt hvorri síðunni eftir því hvort þær eru til sölu eða leigu. Þá er einnig hægt að búa til lista sem birtist í dálkunum sitt hvoru megin eða sem lista með myndum eins og gert er á atvinnuhus.is. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi og er hægt að birta inntakið með ýmsum öðrum hætti.

Lítil takmörk þegar kemur að sérsmíði.

Vegna þess hversu sveigjanlegt Drupal er í uppsetningu og möguleikum eru lítil takmörk á sérsmíði. Nánast er hægt að gera flest sem fyrirtæki, félagasamtök, einstaklingar, listamenn og aðrir þeir sem þurfa að setja upp vefsíðu þurfa á að halda. Takmörkin eru nánast bundin við ímyndunaraflið eitt. Ef þú ert að velta fyrir þér hugmyndum og möguleikum sem þú vilt koma út á netið ættir þú að hafa samband við Emstrur vefsíðugerð og athuga möguleikana.

Ein ástæðan fyrir því að Drupal vefhugbúnaðurinn og Drupal vefumsjónarkerfið er jafn útbreitt og raun ber vitni er sveigjanleikinn til að nota innbyggða módúla (einingar) eins og CCK og View til sérsmíða. Hér getur verið um ýmiss konar sérsmíði að ræða eins og t.d. innsláttarform og framsetningu sem heldur utanum fræðigreinar sem eru birtar með reglulegur millibili á vefsíðunni. Einnig er ekki óalgengt að sérsmíði þurfi til að halda utanum vörulista og framsetningu á vöurm. Þá má nefna starfsmannlista, yfirlit yfir verk listamanna, myndasöfn o.s.frv. Sérsmíði sem gerir notaandanum mögulegt að setja upp skráningarform þar sem sérhver grein, sérhver starfsmaður eða sérhvert verk hefur sinn stað og síðan að smíða og skilgreina framsetninguna til að koma upplýsingunum fyrir augu notandans með ákveðnum hætti.

 • Auðveld leið til að flokka upplýsingar og setja þær skilmerkilega fram
 • Getur hentað til að setja flóknar upplýsingar inn á vefsíðuna
 • Getur sparað vinnu með því að margir hafa aðgang að skráningu upplýsinga
 • Auðveldar vinnu við innslátt upplýsinga óháð staðsetningu þeirra sem setja inn efni
 • Áhugaverð leið til að koma yfirgripsmiklum upplýsingum á framfæri
 • Skilgreina birtingu og staðsetningu mikilvægra atriða á vefsíðunni þinni
 • Forgangsraða hlutum inn á vefsíðuna þína
 • Láta vefsíðuna halda utanum hluti sem Excel eða Access hafa haldið utanum áður
 • Form sem spara vinnu og fjármuni
 • Upplýsingasöfnun um starfsemina til lengri tíma
 • Gerir þér kleift að láta vefsíðuna halda utanum hluti sem margir geta unnið við
 • Þú getur safnað hvers konar efni af margs konar formi inn á vefsíðuna
 • Þú þarft aldrei að tvítaka innsetningu jafnvel þá að þú uppfærir vefsíðuna
 • Þú getur sett efnið fram með þeim hætti sem hentar þinni starfsemi
 • Þú getur sett fram allt efnið eða hluta þess hvar sem er á vefsíðunni
 • Hægt að setja upp margs konar framsetningu og birtingu gagna
 • Auðvelt að stilla birtingu frá hinu almenna til þess sem er sértækt og áhugavert
 • Gerir þér kleift að setja nánast óendanlegt magn upplýsinga inn á síðuna
 • Auðveldar innsetningu og söfnun yfirgripsmikilla gagna
 • Möguleiki að tengja saman flókin gagnasöfn fyrir framsetningu og birtingu