Vefumsjónarkerfi sem hjálpar þér að sjá um heimasíðuna

Vefumsjónarkerfið er sá hluti vefsíðunnar sem gerir þér kleift að sjá um inntak og efni vefsíðunnar. Þetta er kerfið sem þú notar til að fara inn á síðuna og setja inn nýtt efni eða leiðrétta og laga það efni sem fyrir er. Staðurinn sem opnar möguleikana á að setja inn myndir, video, rafræn form, nýja viðburði í viðburðadagatal og nýjar fréttir svo dæmi séu tekin.  Þetta er sá hluti vefsíðunnar sem gerir hana notendavæna.

Þú sérð um allar uppfærslur á efni?

Fyrir þig er augljósasta gagnsemi vefumsjónrakerfisins frá Drupal að þú getur alveg séð um að uppfæra allt efni vefsíðunnar.  Ekki aðeins er auðvelt að breyta efni heldur getur þú líka sett inn nýtt efni.  Þá er ekki aðeins átt við að þú getir sett inn nýjan texta eða mynd heldur getur þú líka búið til nýjar síður með nýjum tenglum, sett upp margs konar form og viðbætur sem ekki eru endilega hluti af upphaflegu uppsetningunni. Með öðrum orðum, þú getur alveg séð um og þróað síðuna miðað við vöxt og viðgang starfseminnar sem síðan á að kynna.

Hverju er hægt að breyta?

Hvernig á að laga og breyta texta á Drupal vefsíðu?  Þegar þú hefur skráð þig inn sem vefstjóri með full réttindi getur þú gert allar þær breytingar sem kerfið leyfir. Bæði á kerfinu sjálfu, uppsetningu og efni vefsíðunnar. T.d. getur þú sem vefstjóri stjórnað bloggi, spjallrásum, fréttum,  innsetningu mynda ásamt því að stýra aðgangi. Þá getur vefstjóri sett inn töflur og skjöl. Vefstjórinn ákveður einnig hvernig aðgangur er settur upp. Hver fær aðgang að hverju og hver fær leyfi til að taka þátt spjallrásum og hver fær leyfi til að gera athugsemdir, svo dæmi séu nefnd. Vefstjóri getur líka sett inn efni eins og texta, myndir, hreyfimyndir, töflur, auglýsingar og allt annað efni sem er á vefsíðunni.

Umsjón með inntaki

Flestir sem ætla sér að sjá um vefsíðuna sjálfir vilja hafa frelsi til að breyta texta, skrifa fréttir, búa til fyrirspurnarform, breyta myndum, búa til tengla, setja inn atburði í atburðadagatal og stýra spjallþráðum. Með Drupal vefumsjónarkerfinu er allt þetta auðvelt og krefst ekki annars en venjulegrar tölvukunnáttu.  Mest allt efni er sett inn með „editor“ eða ritli sem gerir notandanum kleift að velja fyrirsagnir, venjulegan texta eða jafnvel breyta um lit á texta.

Allir geta lært að hafa umsjón með Drupal vefsíðu

Flestir sem ætla sér að sjá um vefsíðuna sjálfir vilja hafa frelsi til að breyta texta, skrifa fréttir, breyta myndum, setja inn atburði í atburðadagatal og stýra spjallþráðum. Með Drupal vefumsjónarkerfinu er allt þetta mjög auðvelt og krefst ekki annars en venjulegrar tölvukunnáttu. Auðvelt er að læra á og kenna starfsmönnum á vefumsjónarkerfið sem er sérlega notendavænt og öflugt. Aðgangskerfið sem skilgreinir hver hefur aðgang að hverju er einnig einfalt í uppsetningu og viðhaldi. Heimasíðugerð sem allir hafa gagn af.

Eins og nafnið ber með sér er vefumsjónarkerfið sá hluti vefsíðunnar sem opnar þér leiðir að öllu efni og stjórnkerfi síðunnar. Gegnum vefumsjónarkerfið getur þú sett inn nýtt efni.  T.d. nýjar síður, nýja tengla, töflur, texta, myndir, myndasöfn og margs konar annað efni eins og innláttarform, texta, myndir og video.  Með vefumsjónarkerfinu getur þú einnig gert leiðréttingar og lagfæringar, tekið út myndir og skipt um myndir.  Sett inn nýja notendur og fellt notendur niður. Með öðrum orðum þú getur stjórnað og séð um þína eigin síðu.

 • Veitir þér réttindi til að uppfæra efni vefsíðunnar
 • Þú setur efnið inn þegar þér hentar
 • Þegar starfsemin stækkar getur þú stækkað vefsíðuna
 • Við litlar sem stórar breytingar getur þú lagað síðuna á einu augnabliki
 • Á nokkrum mínútum getur þú skipt um mynd
 • Með minni háttar breytingum getur þú uppfært ásýnd vefsíðunnar
 • Veitir þér fulla stjórn á þinni eigin vefsíðu
 • Er lykillinn að möguleikum þínum til að hafa áhrif á leitarvélar
 • Gerir þér kleyft að vinna við vefsíðuna hvar sem er og hvenær sem er
 • Tæki til að fela öðrum að sjá um hluta vefsíðunnar
 • Þú ert sjálfstæður eigandi og stjórnandi þinnar eigin vefsíðu
 • Þú þarft ekki að kaupa þjónustu þegar þú þarft að gera breytingar
 • Aðgangur að öllum breytingum er greiður eftir innskráningu sem vefstjóri
 • Ef þér dettur eitthvað sniðugt í hug getur þú sett það strax inn á síðuna
 • Ef þú þarft skyndilega að ná í upplýsingar gegnum síðuna býrðu til form
 • Ef þú þarft að auglýsa breytingar setur þú þær beint inn á síðuna
 • Þú hefur stjórn á hlutum sem hafa áhrif á leitarvélar
 • Þú getur veitt öðrum réttindi til að sjá um einstaka hluta vefsíðunnar
 • Þú getur jafnvel lært að uppfæra Drupal kerfið með einföldum hætti
 • Þú ert ekki háður neinum þegar kemur að vefsíðunni þinni