Drupal hugbúnaður fyrir vefsíður og vefsíðuhönnun

Drupal er hugbúnaður fyrir vefsíðugerð. Drupal er útbreiddasti og mest notaði hugbúnaður fyrir vefsíður í heiminum í dag. Drupal er afkastamikið kerfi sem getur keyrt litlar og einfaldar vefsíður sem og stórar og yfirgipsmiklar vefsíður með mikla umferð. Drupal er hugbúnaður sem fylgir tæknilegum breytingum hraðar er sambærilegur hugbúnaður fyrir vefsíðugerð. Með Drupal eru þér flestir vegir færir um internetið með hagkvæmum hætti.

„Open Source“ í þína þágu

Í dag er „open source“ hugbúnaður, bæði almennur hugbúnaður fyrir tölvur, eins og OpenOffice, og hugbúnaður fyrir vefsíðugerð, eins og Drupal, orðinn mjög útbreiddur. Sumir hafa gengið svo langt að tala um nýja tegund af hagkerfi sem sé að spretta upp af þessu áður óþekkta eignarhaldsfyrirkomulagi. Hvað sem öðru líður er „open source“ hugbúnaður að spara stórar fjárhæðir hjá fyrirtækjum, einstaklingum, félögum og stofnunum hér á landi sem víða erlendis.  Þessi þróun er í þína þágu og ættir þú að íhuga Drupal vandlega áður en þú ferð út í kostnaðarsama vefsíðugerð.  Í Drupal fara saman mikil gæði og mjög lágt verð.

Drupal hugbúnaður

Til þess að öll atriði gangi upp í Drupal hafa fjölmargir og hæfileikaríkir einstaklingar í hugbúnaðargerð lagt hönd á plóginn til margra ára. Sumir hafa smíðað, bloggkerfi eða atburðadagatöl, aðrir spjallþræði, enn aðrir grunninn sem auðveldar smíði hvers konar gagnagrunna og enn aðrir grunninn sem gerir okkur mögulegt að smíða fréttakerfi og vörulista. Það sem er athyglisvert við Drupal er hin óendanlega fjölbreytni möguleika og fjöldi notenda. Í dag er fátt sem Drupal getur ekki leyst og afkastað þegar kemur að nútímalegum vefsíðum. Vefsíðum sem virka eins og litlir persónulegir fjölmiðlar og tæki til samskipta. Vefsíðum sem eigandinn á og stjórnar sjálfur. Vefsíðum sem virka í snjallsímum, spjaldtölvum og hefðbundnum tölvu.

Hverjir nota Drupal?

Notendur Drupal eru í dag komnir yfir eina milljón og fer ört fjölgandi. Allt frá stórum fyrirtækjum eins og Warner Brothers Music, MTV UK og New York Observer yfir í litlar persónulegar síður. Þegar skrifstofa forseta Bandaríkjanna setti upp nýja heimasíðu fyrir nokkrum árum var skipt yfir í Drupal, en vefsíða þeirra whitehouse.gov þurfti öflugt og afkastamikið CMS kerfi. Hér á landi má nefna notendur eins og Háskóla Íslands, Ríkisútvarpið, Þjóðskjalasafnið og Myndlistaskólann í Reykjavík.

Drupal vefumsjónarkerfið er frjáls hugbúnaður eða„Open Source“. Þetta þýðir að þeir sem hanna kerfið og einstaka hluta þess, setja það upp og viðhalda því krefjast ekki endurgjalds eða launa. Þetta þýðir líka að kóðinn, eða forritunin sjálf, er öllum opinn til notkunar, breytinga og lagfæringa. Þetta er ný leið í viðskiptum sem hefur vaxið og dafnað í hugbúnaðargeiranum síðustu árin og á eftir að hafa mikil áhrif um ókomna framtíð. Í dag er svo komið að Drupal er langsamlega útbreiddasta vefumsónarkerfi heims. Mörgum gengur illa að skilja hvers vegna jafn öflugur og afkastamikill hugbúnaður er ókeypis en frjáls hugbúnaður - „open source“ - er hins vegar staðreynd og kominn til að vera.  Nýttu þér ávinninginn og vertu með í virkri framþróun og nýjum viðskiptaháttum.

 • Einfalt og þægilegt vefumsjónarkerfi fyrir bæði litlar og stórar vefsíður
 • Auðvelt að skilgreina mismunandi aðgang að vefsíðunni og kerfinu
 • Skapar margar áhugaverðar leiðir til að setja fram efni á veraldarvefnum
 • Gefur þér fullt vald og eignarhald á vefsíðunni þinni
 • Margar leiðir til að búa til samskipti gegnum vefsíðuna
 • Þægilegt að skipuleggja efni eins og texta, myndir og myndbönd
 • Fjöldi leiða og möguleika til að tengjast þekktum samskiptasíðum
 • Öflug leið til að safna saman og geyma efni um starfsemina
 • Kraftmesta leið samtímans til að koma upplýsingum á framfæri
 • Hraðvirkar vefsíður sem styðja tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur
 • Ókeypis kerfi – ekkert mánaðargjald
 • Inniheldur flesta áhugaverðustu vefsíðumöguleika samtímans
 • Þúsundir kerfiseininga með ótal möguleika
 • Kerfiseiningar uppfærðar með reglulegu millibili
 • Allt kerfið uppfært á fjögurra til fimm ára fresti
 • Auðvelt að byrja smátt og stækka
 • Einfalt að bæta við nýjum hlutum og möguleikum
 • Þægilegt að breyta um útlit án þess að breyta kerfinu
 • Þúsundir forritara styðja uppbyggingu og framþróun
 • Margir geta unnið við efnisinnsetningu hvar og hvenær sem er