Aðgangsstýringarkerfi sem fylgir Drupal vefsíðum

Aðgangsstýringarkerfið er sá hluti vefsíðunnar sem setur reglur um það sem gestir vefsíðunnar geta séð og það sem innskráðir geta séð. Þetta þekkja margir frá samskiptamiðlum eins og Facebook þar sem aðeins er hægt að sjá upplýsingar ef þú ert innskráður. Þar eru líka ákveðnar reglur sem hægt er að stilla þannig að þú getir ráðið hver sér þitt efni. Þetta er nákvæmlega það sem aðgangsstýringarkerfið gerir.

Opin og lokuð vefsíða

Ef að vefsíðan þín á að vera lokuð að hluta eru fá kerfi öflugri en Drupal. Þetta á ekki aðeins við um þær heimildir sem hægt er að veita sérhverjum notanda, eða ákveðnum hópi notenda, heldur á þetta einnig við um þá tengla og þær síður innan vefsíðunnar sem ekki eiga að vera aðgengilegar öllum. Sem dæmi má nefna að stundum getur verið nauðsynlegt fyrir félög og fyrirtæki að birta fundargerðir stjórnar án þess að þær séu opna öllum almenningi. Með aðgangsstjórnunarkerfinu er hægt að koma því þannig fyrir að þegar félagsmaður skráir sig inn sér hann fundargerðirnar. Sé hann ekki innskráður sér hann þær ekki. Einnig er hægt að setja aðgangskerfið þannig upp að félagsmenn sjá eitt, stjórnin annað og almenningur allt annað svo dæmi séu nefnd.

Hlutverk og aðgangsreglur

Allur aðgangur að vefsíðunni er skilgreindur með hlutverkum. T.d.e hægt að búa til hlutverk i félagi eins og t.d. stjórn, félagsmenn, þátttakendur í spjallþráðum, bloggarar, stjórnendur myndaalbúms o.s.frv. Allt eftir því hvaða hlutverki félagsmenn gegna og hvað þeir mega gera. Aðgangsstjórnun getur líka þjónað því hlutverki að skilgreina hver á að sjá um hvað. T.d. geta allir verið með svipaðan aðgang að allri vefsíðunni. Hins vegar eru umsjónarmenn ákveðinna atriða á síðunni með aðeins öðruvísi skilgreiningu. Sá sem sér um að setja inn myndir hefur heimild til að setja inn myndir í myndaalbúm. Sá sem sér um spjallþræðina hefur heimild til að setja inn nýja flokka.

Heimildir til að breyta og fella niður

Þegar félagsmaður setur inn blogg, athugsemd eða tjáir sig á spjallþræði er mikilvægt að hann geti gert leiðréttingar á eigin efni. Þetta er mjög auðvelt í Drupal aðgangsstýringarkerfinu. Þannig gæti félagsmaður sem hefur sett inn athugasemd sem hann vill leiðrétta skráð sig inn á síðuna og gert sínar leiðréttingar. Ef hann hefur skrifað eitthvað sem hann sér eftir getur hann skráð sig inn og tekið efnið út.

Auðvelt að breyta heimildum

Hvernig sem heimildir og hlutverk á vefsíðunni eru skilgreind í upphafi er mjög auðvelt fyrir þig sem eiganda eða umsjónarmann að gera breytingar eftir að vefsíðan er komin út á netið. Þú getur t.d. ákveðið að tiltekinn hópur hafi heimildir til að skrifa og leiðrétta eigin athugasemdir eða eigin skrif á spjallþræði en ákveðið síðar að þeir hafi hvorki heimild til að fella niður það sem þeir skrifuðu né að gera leiðréttingu. Allt eru þetta stillingaratriði sem auðvelt er að laga og breyta í Drupal og taka mið af þörfum hvers og eins.

Ef hægt er að segja að einhver einn hluti vefsíðunnar sé hjarta hennar þá er það aðgangsstýringarkerfið. Með Drupal vefsíðukerfinu fylgir öflugt aðgangsstýringarkerfi sem auðvelt er að aðlaga að þínum þörfum með því að skilgreina notendur, hlutverk, heimildir og aðrar aðgangsreglur. Með aðgangsstýringarkerfinu opnar þú þannig eða lokar fyrir aðgang einstaklinga eða hópa að vefsíðunni. Kerfi sem nýtist einnig til að skilgreina hver má setja inn efni, hver má koma með athugasemdir, hver má taka þátt í spjallþráðum o.s.frv. Eins og svo margt í Drupal er aðgangsstýringarkerfið tæki til að laga notkun síðunnar að þínum þörfum.

 • Auðveld leið til að stýra aðgangi að þínum upplýsingum
 • Hentar mjög vel fyrir félög og félagasamtök til að halda utanum félagaskrá
 • Góð leið til að senda fundarboð gegnum vefsíðuna
 • Hentugt að nota með skjalavistunarkerfi
 • Auðveldar alla vinnu og skilgreiningar við innri vef
 • Þægileg leið til að loka fyrir aðgang að spjallþráðum og bloggi
 • Einnig leið til að skilgreina hverjir mega sjá og taka þátt í spjalli og bloggi
 • Skilgreina hver má sjá myndir og myndbönd á vefsíðunni
 • Öflug lokun þegar kemur að persónulegu efni
 • Hægt að skilgreina mismunandi heimildir fyrir vefstjóra
 • Einfaldar uppsetningu á persónulegum lokuðum vefsíðum
 • Fljótleg leið til að skilgreina hver má setja efni inn á síðuna
 • Skilgreinir einnig aðgang að kerfiseiningum og uppbyggingu vefsíðunnar
 • Auðveldar lagskiptingu heimilda fyrir þá sem sjá um efnisinnsetningu
 • Hægt að skipta gestum niður eftir því hver má sjá hvað
 • Auðvelt að samtvinna notendur við félagskrá
 • Félagar geta sjálfir séð um allar uppfærslur og breytingar á eigin upplýsingum
 • Hægt að búa til mismundandi lista úr félagaskrám
 • Þægilegt að búa til sér aðgang að tilboðum og sérkjörum
 • Alhliða skilgreining á aðgangi sem gefur full yfirráð yfir efni vefsíðunnar